Staðfesta úthlutaða lóð

24.júl.2022  11:25

Fyrir kl. 12:00 á morgun mánudag

Nú er búið að birta inn á dalurinn.is hvaða lóð umsækjendur fengu úthlutað þ.e. hvaða götu, hægri eða vinstri.

Til að staðfesta úthlutaða lóð þarf að skrá sig inn á mitt svæði á dalurinn.is með rafrænum skilríkjum.

Staðfesta þarf fyrir kl. 12:00 mánudaginn 25. júlí. Númer lóða verða birt á dalurinn.is þriðjudaginn 26. júlí kl. 13:00.

 

Umsóknir hafa aldrei verið fleiri eða 266, sem er 37 fleiri en 2019 og metrunum fjölgaði um 150.

Ástarbraut, Lundaholur, Skvísusund og Veltusund voru vinsælustu göturnar ásamt klettunum fyrir ofan veg og verða færri sem komast að en vilja við þessar götur.