Fluttir þú Þjóðhátíðarmiðann þinn til 2022?

19.júl.2022  09:50

Þá skaltu lesa þetta.

Það styttist í Þjóðhátíð og til að forðast biðraðir við hliðið þá viljum við benda þeim sem fluttu miðana sína til 2022 á eftirfarandi:

  • Ef þú ert ekki viss hvort þú hafir flutt miðann þinn til 2022 þá getur þú skráð þig inn á mitt svæði á dalurinn.is með rafrænum skilríkjum, þar getur þú séð hvaða afstöðu þú tókst til miðakaupa
  • Þeir sem fluttu miðann sinn til 2022 eiga að hafa fengið senda nýja miða frá tix.is í tölvupósti frá 28. apríl sl.
  • Ef þú hefur flutt miðann þinn til 2022 og ekki fengið nýjan miða sendan frá tix.is þá þarftu að senda póst á info@tix.is
  • Miði frá 2021 sem er inn á mitt svæði á dalurinn.is gildir EKKI á Þjóðhátíð
  • Vertu búin/n að prenta út miðann þinn eða hlaða niður í símann áður en þú mætir á svæðið

 

Við hvetjum Þjóðhátíðargesti til að sækja armböndin sín sem fyrst!

Opið verður á Básaskersbryggju fimmtudaginn 28. júlí kl. 12-22 fyrir þá sem hafa keypt miða og vilja sækja armband

Innrukkun í Herjólfsdal hefst föstudaginn 29. júlí kl. 10:00.