Í gærkvöldi fór fram aðalfundur ÍBV íþróttafélags þar sem reikningar félagsins lágu til staðfestingar ásamt tillögu stjórnar um skipun nefndar.
Fundurinn var vel sóttur af félagsmönnum og stóð í rúmar þrjár klukkustundir.
Stjórnarkjöri, kosningur formanns, kosningu í fulltrúaráð, kosningu skoðunarmanna og liðnum öðrum málum var frestað til framhaldsaðalfundar sem fyrirhugaður er undir lok ágústmánaðar.