Elísa og Sara Dröfn í lokahóp U-18 hjá HSÍ

12.maí.2022  11:28

Leika æfingaleiki við Færeyjar 4. og 5. júní

Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson hafa valið Elísu Elíasdóttur og Söru Dröfn Ríkharðsdóttur til að leika tvo æfingaleiki við Færeyjar dagana 4. og 5. júní.

Báðir leikirnir og allar æfingar liðsins fara fram á höfuðborgarsvæðinu. Æfingarnar hefjast 29. maí og oka æfingatímar inn á Sportabler á næstu dögum.

 

ÍBV óskar þeim innilega til hamingju með valið.