Sunna íþróttamaður Vestmannaeyja 2021

23.feb.2022  09:25

Elísa íþróttamaður æskunnar 16-19 ára og Andri íþróttamaður æskunnar 12-15 ára

Í gærkvöldi fór fram viðurkenningarhátíð Íþróttabandalags Vestmannaeyja.

Sunna Jónsdóttir handknattleikskona var útnefnd íþróttamaður Vestmannaeyja 2021, Elísa Elíasdóttir íþróttamaður æskunnar 16-19 ára og Andri Erlingsson íþróttamaður æskunnar 12-15 ára. ÍBV Íþróttafélag óskar þessum glæsilegu fulltrúum félagsins til hamingju!

Íslandsmeistarar í 3. og 5. flokki kvenna í handknattleik voru heiðraðir sem og landsliðsmenn, en ÍBV átti 21 leikmann sem spiluðu landsleiki á árinu og 4 þjálfara sem stýrðu landsliðum.

Íþróttabandalag Vestmannaeyja heiðraði líka nokkra einstakling fyrir þeirra störf í þágu íþrótta í Eyjum með gull- og silfurmerki auk þess sem Jóhann Jónsson fékk heiðurskross ÍBV úr gulli sem er æðsta viðurkenning Íþróttabandalags Vestmannaeyja og Stefán Jónsson fékk sérstaka viðurkenningu fyrir sitt framlag til í þágu íþróttanna. Þeir sem hlutu silfurmerki að þessu sinni voru: Davíð Þór Óskarsson, Jóhanna Alfreðsdóttir, Jónas Guðbjörn Jónsson og Salóme Ýr Rúnarsdóttir. Eftirfarandi hlutu gullmerki: Bergljót Blöndal, Magnús Sigurðsson og Ólafur Týr Guðjónsson.

Á myndunum eru þeir félagsmenn ÍBV Íþróttafélags sem voru heiðraðir í gær ásamt fleirum.