Halldór Jón til ÍBV

10.des.2021  11:18

ÍBV hefur samið við Halldór Jón Sigurð Þórðarson til þriggja ára en hann kemur frá Íslandsmeisturum Víkings. Halldór lék í sumar 11 leiki í efstu deild og vakti athygli fyrir kraftmikla og öfluga spilamennsku í upphafi móts. Dóri er 25 ára og kemur með góða reynslu og gott hugarfar inn í ÍBV hópinn. 

Við bjóðum Halldór Jón Sigurð hjartanlega velkominn til Eyja! Áfram, ÍBV, alltaf, alls staðar!