Júlíana framlengir

03.des.2021  16:00

Knattspyrnukonan Júlíana Sveinsdóttir hefur framlengt samning sinn við félagið, sem eru miklar gleðifréttir. Júlíana hefur verið lykilmaður í liði ÍBV undanfarin ár og hefur náð að leika yfir 100 leiki fyrir félagið í deild og bikarkeppni. 

Júlíana lék fyrsta leik sinn fyrir meistaraflokk ÍBV árið 2015 og hefur síðan þá leikið 104 leiki fyrir félagið. Hún varð bikarmeistari með félaginu árið 2017 eftir sigur á Stjörnunni.

Júlíana meiddist snemma á síðustu leiktíð en lék samtals níu leiki.