Félagsfundur ÍBV

16.sep.2021  10:54

ÍBV boðar til félagsfundar

Félagsfundur ÍBV mun fara fram fimmtudaginn 30. september kl 20:00 í Týsheimilinu. 
Tilefni fundarins er skipulagsmál og framtíðarsýn félagsins til ársins 2035.
Vestmannaeyjabær setti á lagginar starfshóp til að ræða framtíðarsýn í uppbyggingu, rekstri og skipulagi íþróttamála í Vestmannaeyjum. Tilgangur starfshópsins var að koma með framtíðarsýn hvað varðar rekstur, uppbyggingu og skipulag í íþróttamálum til næstu 10 ára. Markmið starfshópsins var að leggja fram fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð tillögur um forgangsröðun verkefna, tímasetja þau og kostnaðarmeta. Það er svo hlutverk fjölskyldu- og tómstundaráðs í framhaldinu að vinna með niðurstöður og leggja fyrir bæjarstjórn tillögu um framtíðarsýn í íþróttamálum til lengri tíma.

Aðalstjórn hóf í kjölfarið að skoða alla fleti málsins eftir að áfangaskýrsla starfshópsins kom út í apríl. Var hún notuð sem grunnur inní að móta heildarsýn félagsins til framtíðar í skipulagsmálum á Hásteinssvæðinu. Fulltrúaráð félagsins var í kjölfarið fengið í frekari stefnumótunarvinnu og verður niðurstaða hennar einnig kynnt á fundinum. 

Fundargerð fjölskyldu og tómstundaráðs frá því í apríl má nálgast hér.
Áfangaskýrsla starfshópsins um framtíðarsýn íþróttamála má nálgast hér.

Á fundinum mun aðalstjórn mun kynna skipulagshugmyndir fyrir svæðið og félagsmönnum boðið að staðfesta framtíðarsýn félagsins, forgangsröðun og tímaröð framkvæmda. 

Virðingarfyllst 
Aðalstjórn ÍBV