Ragna Sara og Þóra Björg í U-19 ára landsliðshóp KSÍ

02.sep.2021  16:48

ÍBV stelpurnar Ragna Sara Magnúsdóttir og Þóra Björg Stefánsdóttir voru í dag valdar í lokahóp Íslenska U-19 landsliðsins í knattspyrnu kvenna.
Liðið heldur út til Serbíu dagana 13-22. september, þar sem liðið mætir Svíþjóð, Frakklandi og Serbíu í undankeppni EM 2022 í U-19 kvenna.

Upplýsingar um leiki liðsins má sjá hér:

Hópinn sem var valinn í verkefnið má sjá í heild sinni hér að neðan:

Þjálfari liðsins er Jörundur Áki Sveinsson

ÍBV er stolt af þeirra frammistöðu í sumar og er félagið mjög ánægt með þetta verðskuldaða val í þennan hóp.
Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með þeim í sumar. Þær eiga framtíðina fyrir sér.