Tilkynning vegna Brekkusöngs

29.júl.2021  10:20
ÍBV og Þjóðhátíðarnefnd vilja leiðrétta þann misskilning sem félagið hefur orðið vart við undanfarið.
ÍBV og Sena munu nota stóra sviðið í Herjólfsdal fyrir sjónvarpsútsendingu frá Brekkusöng og kvölddagskrá á sunnudagskvöldið til að reyna ná sem best hinni eiginlegu Þjóðhátíðar upplifun í útsendingu, eins og hægt er á þessum tímum.
Engir áhorfendur verða í brekkunni og ekkert hljóð verður sent frá sviðinu til brekkunnar. 
Engin blys verða tendruð og ekki verður heldur nein brenna.
ÍBV mun ásamt lögreglu loka Herjólfsdal til að koma í veg fyrir alla hugsanlega truflun á upptökum.
 
Við hvetjum alla til að njóta þeirra stórkostlegu listamanna sem koma fram heima í stofu gegnum streymið. Miðasala fer fram á https://senalive.is/vidburdir/brekkusongur/