Landsbankinn styður ÍBV

29.apr.2021  13:17

ÍBV og Landsbankinn hafa framlengt samstarfi sínu um 2 ár.
Jón Óskar Þórhallsson útibústjóri Landsbankans og Haraldur Pálsson framkvæmdastjóri ÍBV undirrituðu nýjan samning þess efnis í hádeginu í dag.

Landsbankinn hefur verið stoltur stuðningsaðili ÍBV undanfarin ár. Samstarfið hefur verið farsælt fyrir báða aðila, það er mjög mikilvægt félaginu að hafa öfluga bakhjarla líkt og Landsbankann í sínum röðum.