Fótbolti - Liana Hinds komin til ÍBV

27.feb.2021  13:20

Liana Hinds hefur skrifað undir samning við ÍBV, samningurinn gildir út leiktímabilið 2021 en Liana er bakvörður sem er fædd í Bandaríkjunum. Hún hefur leikið fyrir landslið Trinidad og Tobago frá árinu 2014. 

Liana Hinds hefur skrifað undir samning við ÍBV, samningurinn gildir út leiktímabilið 2021 en Liana er bakvörður sem er fædd í Bandaríkjunum. Hún hefur leikið fyrir landslið Trinidad og Tobago frá árinu 2014. 

Liana er 26 ára gömul og lék við góðan orðstír hjá háskólaliði í Connecticut frá árunum 2012-2015. Hún var síðast á samningi hjá sænska liðinu Sundsvalls.

Liana lék fyrsta leikinn sinn með ÍBV á móti Val á dögunum en hún kemur til með að vera mikilvægur hlekkur í liði ÍBV í Pepsi-Max deildinni í sumar.