Kristín Erna komin heim!

25.nóv.2020  08:50

Knattspyrnukonan Kristín Erna Sigurlásdóttir er komin heim.

Kristín hefur skrifað undir samning við uppeldisfélag sitt eftir stutt stopp í Reykjavík og mun því spila með ÍBV í Pepsi Max deildinni á næsta tímabili.

Kristín á að baki 136 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim 45 mörk.

Við bjóðum Kristínu hjartanlega velkomna heim og hlökkum til að sjá hana spila aftur undir merkjum ÍBV.