Aðalfundur ÍBV-íþróttafélags

07.júl.2020  09:35

Aðalfundur ÍBV íþróttafélags var haldinn þann 1. júlí. Formaður félagsins fór yfir skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóri félagsins fór yfir ársreikning vegna ársins 2019 og yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2020. Miklar umræður voru um ársreikning félagsins. Engar breytingar urðu á stjórn félagsins.

Stjórn félagsins er skipuð:  

Þór Í Vilhjálmsson – formaður

Björgvin Eyjólfsson

Guðbjörg Erla Ríkharðsdóttir

Guðmunda Bjarnadóttir

Katrín Harðardóttir

Snjólaug Elín Árnadóttir – varamaður

Stefán Örn Jónsson – varamaður

Einnig eiga deildir félagsins tvo fulltrúa í aðalstjórn.