Örn Hilmisson 55 ára í dag

01.apr.2020  08:32

Hinn geðþekki getraunakóngur Örn Hilmisson er 55 ára í dag. Af því tilefni ætlar hann að gefa 10 fyrstu sem hringja í hann (861-8501) 64 raða tölvuval á getraunaseðil helgarinnar, en getraunir opna að nýju á netinu um helgina með æfingaleikjum frá Svíþjóð og Hvít rússnesku deildarkeppninni. Þess má til gamans geta að Örn á tvíburabróður Óðinn en hann verður 55 ára þann 1. maí næstkomandi. Við óskum Erni innilega til hamingju með daginn.