Eyþór Orri á æfingar hjá U-17 KSÍ

11.nóv.2019  15:37

Davíð Snorri Jónasson landsliðsþjálfari U-17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu valdi í dag Eyþór Orra Ómarsson í úrtakshóp sem kemur saman dagana 25-27.nóvember.  Æfingarnar fara fram í nýju knattspyrnuhúsi FH og verða framkvæmdar hinar ýmsu mælingar á leikmönnum ásamt því að fara í gegnum taktískar leikæfingar.
Eyþór Orri sem hefur verið okkar efnilegasti leikmaður undanfarið er vel að þessu vali komin enda peyjinn farin að láta vel að sér kveða í meistaraflokki ÍBV.

ÍBV óskar Eyþóri Orra innilega til hamingju með þennan árangur