Ragna Sara á úrtaksæfingar U-17 hjá KSÍ

05.nóv.2019  14:17

Í dag valdi Jörundur Áki Sveinsson 24 manna úrtakshóp fyrir U-17 ára landslið Íslands.  Jörundur Áki valdi frá ÍBV Rögnu Söru Magnúsdóttur en Ragna Sara var í leikmannahópi liðsins þegar Ísland tryggði sér farseðil í milliriðla EM.  Ragna Sara sem á dögunum var valin efnilegasti leikmaður ÍBV er vel að þessu vali komin enda átti hún frábært fótboltasumar.
Æfingarnar fara fram í Kaplakrika dagana 22.-24.nóv n.k.

ÍBV óskar Rögnu Söru innilega til hamingju með þennan árangur.