Framkvæmdir viðbyggingar Hásteinsstúku hafnar

01.nóv.2019  14:56

Í dag 1. nóvember var tekin fyrsta skóflustungan að viðbyggingu við Hásteinsstúkuna sem hýsa mun búningsklefa og aðra aðstöðu. Það var Hafþór Snorrason hjá HS Vélaverki sem að tók fyrstu skóflustunguna. Menn fara bjartsýnir af stað í verkið og draumurinn er að hægt verði að nýta búningsklefana við upphaf fótboltasumarsins 2020. Áætlað er að gröftur fyrir grunninum taki nokkra daga og verði lokið fyrir 10. nóvember gangi allt að óskum.