Clara í lokahóp U-19 hjá KSÍ

22.okt.2019  08:34

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari Íslands U19 landsliðs kvenna, hefur valið 20 manna hóp fyrir æfingaleiki gegn Svíþjóð.
Þórður valdi Clöru Sigurðardóttur frá ÍBV en Clara var á dögunum valin besti leikmaður meistaraflokks ÍBV á liðnu leiktímabili og hefur leikið mjög vel með U-17 og U-19 á þessu ári.

Landsliðið mun einnig æfa dagana, 2. 3. 4. og 6. nóvember. Leikirnir við Svía verða 5. og 7.nóvember og fara leikirnir fram á Íslandi.

ÍBV óskar Clöru innilega til hamingju með þennan árangur