Berta valin í Hæfileikamótun KSÍ

28.ágú.2019  16:39

Lúðvik Gunnarsson landsliðsþjálfari Íslands U-15 valdi í dag Bertu Sigursteinsdóttur í hæfileikamótun KSÍ sem fram fer helgina  14.-15.september.
Hópurinn æfir í Kórnum í Kópavogi.
Berta sem er nú á eldra ári í 4.flokki hefur látið vel til sín taka í sumar og lék m.a með 2.flokki í sigurleik gegn Keflavík á dðgunum.

Þetta eru mjög góðar fréttir fyrir ÍBV því nú á ÍBV einn leikmann í öllum yngri landsliðum Íslands en á dögunum voru þær Clara Sigurðardóttir valin í U-19, Ragna Sara Magnúsdóttir í U-17 og Helena Jónsdóttir í U-15.

ÍBV óskar Bertu innilega til hamingju með þennan árangur