Handbolti - Róbert Sigurðarson til ÍBV frá Þór Akureyri

26.júl.2019  15:58

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Róbert Sigurðarson hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV.

Róbert hefur verið á láni hjá ÍBV síðustu 2 ár og sýnt flotta takta á þeim tíma. Hann er stór og sterkur leikmaður sem er sérstaklega sterkur varnarlega.

Nú hefur verið gengið frá félagaskiptum Róberts frá Akureyri (Þór) til ÍBV og er það mjög mikilvægt skref fyrir komandi leiktíð að tryggja okkur krafta Róberts.

 

Áfram ÍBV

Alltaf, alls staðar!