Aðalfundur ÍBV íþróttafélags vegna 2018

05.jún.2019  19:56

Aðalfundur ÍBV íþróttafélags var haldinn þann 4. júní. Formaður félagsins fór yfir skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóri félagsins fór yfir ársreikning vegna ársins 2018 og yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2019. Miklar umræður voru um ársreikning félagsins. Breytingar urðu í stjórn félagsins þar sem Unnar Hólm Ólafsson formaður, Unnur Sigmarsdóttir, Helgi Níelsson og Páll Magnússon gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi nefndarstarfa.

Ný stjórn félagsins er skipuð:  

Þór Í Vilhjálmsson – formaður

Björgvin Eyjólfsson

Guðbjörg Erla Ríkharðsdóttir

Guðmunda Bjarnadóttir

Katrín Harðardóttir

Snjólaug Elín Árnadóttir – varamaður

Stefán Örn Jónsson – varamaður

 

Einnig eiga deildir félagsins tvo fulltrúa í aðalstjórn

Haraldur Bergvinsson – fulltrúi knattspyrnudeildar

Davíð Þór Óskarsson – fulltrúi handknattleiksdeildar

 

Fyrir hönd ÍBV íþróttafélags vil ég þakka þeim Unnari, Unni, Helga og Páli fyrir góð störf.

 

Hörður Orri