Handbolti - ÍBV Íslandsmeistari í handbolta 2014

16.maí.2014  13:16

Meistaraflokkur karla með fysta Íslandsmeistaratitilinn í sögu meistaraflokks hjá félaginu!

Meistaraflokkur karla tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil á Ásvöllum í Hafnarfirði í gær fimmtudaginn 15. maí 2014. Strákarnir tryggðu sér sigur 28-29 í háspennuleik vel studdir af stuðningsmönnum sínum með Hvítu riddarana í fararbroddi. Liðið og þeir sem starfað hafa í kringum það eiga mikið hrós skilið fyrir frábæran vetur og er þetta í fysta skipti í meistaraflokki karla sem að nýliðar verða meistarar.