Mikið að gerast hjá ÍBV á höfuðborgarsvæðinu

16.mar.2007  14:24

Mikið er um leiki hjá nokkrum liðum ÍBV nú um helgina. Unglingaflokkur kvenna í handbolta eiga að spila í kvöld gegn einu sterkasta liði í þessum flokki í dag, HK. Leikurinn fer fram í Digranesi kl. 21.00. 4.flokkur kvenna áttu einnig að spila gegn HK en eyjastúlkur komast ekki til lands í tæka tíð. Á morgun spila bæði meistaraflokkur karla og kvenna ÍBV og eru báðir leikirnir gegn Gróttu. Kvennaleikurinn hefst kl. 13.00 en karlaleikurinn strax á eftir eða kl. 15.00.

Í kvöld spilar meistaraflokkur karla í fótbolta gegn Fram í Lengjubikarnum. Leikurinn verður í Egilshöll og hefst kl. 21.00. Þá er 2.flokkur karla að spila í Faxaflóamótinu og spila bæði laugardag og sunnudag. Eru báðir leikirnir gegn Grindavík og eru spilaðir í Reykjaneshöll.