Löndunargengi ÍBV.

09.mar.2007  16:12
Það eru hörkunaglar að vinna við löndun á vinnsluskipinu Huginn Ve 55, þessa stundina. Strákarnir eru átta saman. Þeir fá smá vasaaur fyrir vinnu sína. Afgangurinn rennur til ÍBV Íþróttafélags. Félagið er afar þakklátt þessum ungu mönnum, sem eru tilbúnir að leggja á sig hörkuvinnu fyrir félagið sitt. Þetta er framtak, sem Eyjamenn kunna að meta.