Clara í lokhóp U-19 hjá KSÍ

27.sep.2019  12:55

Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari Íslands U-19 valdi í dag Clöru Sigurðardóttur í lokahóp sinn sem tekur þátt í undankeppni EM sem leikin verður hér á landi dagana 2.-8.október.
Hópurinn kemur saman nú um helgina og æfir saman fram að mótinu en þar leika Íslendingar gegn Grikkjum, Kazakstan og Spánverjum.

ÍBV óskar Clöru innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.