Íslandsmeistarar 1979

23.sep.2019  15:51

Fyrir leik ÍBV og Breiðabliks í gær komu saman í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá Íslandsmeistatitli ÍBV í knattspyrnu karla 1979, en þeir eru fyrstu Íslandsmeistarar í sögu félagsins í meistaraflokki. Rifjaðar voru upp skemmtilegar sögur frá þessum tíma og kom meðal annars fram að einingin hefði verið mikil í þessu liði og hún hefði fleytt mönnum langt. ÍBV var í mikilli keppni við Val þetta ár, vannst sigur á Víkingi í Reykjavík í síðasta leik ÍBV 0-1. Valur fór síðan daginn eftir og lék á Akureyri gegn föllnu liði þeirra norðanmanna en náðu aðeins jafntefli og því varð titillinn Eyjamanna. Svo mikil var spennan í Eyjum þegar leikur Vals fór fram á Akureyri að símkerfi bæjarins fór hálfpartinn á hliðina. 

ÍBV þakkar þeim fyrir komuna og skemmtilega upprifjun.