Æfingagjöld 2020

20.jan.2020  09:06

Nú er hægt að fara inn á https://ibv.felog.is/ til að skrá iðkendur og greiða æfingagjöld. Hægt er að haka við að nýta frístundastyrkinn frá Vestmannaeyjabæ og dregst hann þá frá heildarupphæðinni. Síðan þarf að ganga frá því sem eftir stendur í einni greiðslu eða fleiri. Frístundastyrkurinn er 35.000 kr. fyrir árið 2020.

Ef þið lendið í vandræðum með skráningu þá er hægt að fá aðstoð á skrifstofu félagsins í Týsheimilinu eða í síma 481-2060.

Nánari upplýsingar um æfingagjöld er hægt að sjá hér.