Ragna Sara á æfingar hjá U-17 KSÍ

10.jan.2020  14:46

Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari Íslands U-17 kvenna hefur valið Rögnu Söru Magnúsdóttur til æfinga með liðinu en hópurinn kemur saman í Hafnarfirði dagana 22-24.janúar.
Hópurinn fær meðal annars fræðslu um meiðslafyrirbyggingu og fer í heilsufarsskoðun ásamt því að einhverjar mælingar verða teknar af hópnum.

ÍBV óskar Rögnu Söru innilega til hamingju með þennan árangur