Clara í æfingahóp hjá U-19 KSÍ

09.jan.2020  08:27

Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U-19 ára landsliðs Íslands valdi í dag Clöru Sigurðardóttur í æfingahóp sem kemur saman dagana 20.-22.jan n.k.
Æfingarnar fara fram í Kaplakrika og eru undirbúningur fyrir La Manga mótið á Spáni í byrjun mars og milliriðil sem leikinn verður í Hollandi dagana 13.-18.apríl.

ÍBV óskar Clöru innilega til hamingju með þennan árangur