Clara valin á æfingar hjá U-19

13.sep.2019  09:37

Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari Íslands U-19 í knattspyrnu valdi í dag Clöru Sigurðardóttur í æfingahóp er kemur saman til undirbúnings fyrir undankeppni Evrópu sem leikin verður á Íslandi dagana 2.-8.október.
Ísland er í riðli með Grikklandi, Kasakstan og Spánverjum.

Clara hefur átt hvern stórleikinn fætur öðrum með meistaraflokki ÍBV í sumar og er því vel að þessu vali komin.

ÍBV óskar Clöru innilega til hamingju með þennan árangur