U-15 kvenna vann æfingamót í Víetnam

06.sep.2019  13:33

Undir 15 ára landslið kvenna í fótbolta sigraði á dögunum á æfingamóti sem haldið varí Víetnam. ÍBV átti þar einn fulltrúa Helenu Jónsdóttur. Helena var í byrjunarliði í tveimur af þremur leikjum og spilaði síðari hálfleik í einum þeirra. Stelpurnar unnu Hong Kong 8-0, gerðu svo jafntefli við Mjanmar 1-1 og sigruðu gestgjafana að lokum 2-0 og þar með mótið. Við óskum Helenu til hamingju með árangurinn.