Ragna Sara í lokahóp U-17 hjá KSÍ

27.ágú.2019  07:55

Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari Íslands U-17  valdi Rögnu Söru Magnúsdóttur í lokahóp sinn fyrir undankeppni  EM er fram fer í Hvíta Rússlandi í september.
Ragna Sara er vel að þessu vali komin enda búin að leika mjög vel fyrir meistaraflokk ÍBV þrátt fyrir ungan aldur.
Hópurinn kemur saman þriðjudaginn 10.sept og heldur svo utan föstudaginn 13.sept.
Ísland leikur í riðli með heimastúlkum, Frakklandi og Möltu.

ÍBV óskar Rögnu Söru innilega til hamingju með þennan árangur.