Gary Martin og Halldór Páll framlengja!

27.ágú.2019  11:22

Boðið var til blaða- og stuðningsmannafundar í gær þar sem tilkynnt var að Gary Martin og Halldór Páll Geirsson taka slaginn með ÍBV í Inkasso deildinni. Gary skrifaði undir tveggja ára samning og átti hann frumkvæðið af samkomulagi. Halldór Páll skrifaði undir þriggja ára samning og mun hann sjá um markmannsþjálfun fyrir yngri iðkenndur.

Við óskum Gary og Dóra til hamingju með nýja samninga. Áfram ÍBV!