6. flokkur kvenna

16.ágú.2019  15:51

Flottur árangur á Hnátumóti KSÍ í ár, þar sem tvö lið komust í úrslit og bæði komu heim með verðlaunapening í farteskinu.

Úrslitakeppni Hnátumóts KSÍ fór fram í vikunni í Garðabæ hjá C og D liðum og vorum við með lið í báðum hópum. C liðið vann sinn úrslitariðil og lét til úrslita gegn HK þar sem ÍBV vann frábæran 4-2 sigur og urðu Hnátumótsmeistarar KSÍ 2019. D liðið lék við Stjörnuna og tapaði eftir hörkuleik 1-0 en árangurinn hjá stelpunum var frábær.

Þjálfarar stelpnanna eru Sigþóra Guðmundsóttir og Richard Goffe.