Þjóðhátíðarblað 2019

29.júl.2019  09:12

Þjóðhátíðarblað 2019 er komið út og er það Ómar Garðarsson sem ritstýrir því í ár. Blaðið er stútfullt af skemmtilegum viðtölum, myndum ofl. að ógleymdum texta og gítargripum Þjóðhátíðarlagsins í ár "Eyjarós"

Takið vel á móti iðkendum félagsins, sem ganga í hús næstu daga og selja blaðið, og tryggið ykkur eintak fyrir aðeins 1.500 kr.

Ef svo óheppilega vill til að þið missið af þeim þá er hægt að nálgast blaðið í Klettinum, Skýlinu og Tvistinum.