Helena valin í U-15 hjá KSÍ

19.júl.2019  09:21

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U15 kvenna, hefur valið landsliðshóp til þátttöku í WU15 Development Tournament sem fram fer í Hanoi í Vietnam dagana 29.ágúst til 7.september næstkomandi.
Lúðvik valdi Helenu Jónsdóttur frá ÍBV í verkefnið en Helena hefur verið að spila með meistaraflokki ÍBV þrátt fyrir mjög ungan aldur.

Hópurinn mun æfa tvisvar sinnum áður en haldið er til Víetnam og fara þær æfingar fram mánudaginn 26.ágúst og þriðjudaginn 27.ágúst.
 

ÍBV óskar Helenu innilega til hamingju með þennan árangur