Staða íþróttastjóra ÍBV Íþróttafélags laus til umsóknar

16.júl.2019  15:58

 

Staða Íþróttastjóra ÍBV íþróttafélags laus til umsóknar

 

Íþróttastjóri er starfsmaður á skrifstofu ÍBV íþróttafélags og starfar undir framkvæmdastjóra. Íþróttastjóri skal á faglegan hátt stuðla að markvissri uppbyggingu á íþróttum á vegum ÍBV íþróttafélags, tryggja jafnræði í starfi, skipuleggja starfið og skilgreina markmið þess og móta þannig heildarstefnu sem hægt er að vinna skipulega eftir.

Helstu verkefni íþróttastjóra eru:

 • Hefur yfirumsjón með öllu faglegu starfi félagsins í handbolta og fótbolta.
 • Hefur yfirumsjón með skipulagningu á allri þjálfun yngri flokka frá grunni og að hún sé í samræmi við markmið og heildarstefnu félagsins.
 • Sér til þess að æfingaáætlanir séu gerðar fyrir alla flokka og þar skal koma skýrt fram stefna og markmið hvers flokks og þetta kynnt iðkendum og foreldrum.
 • Stuðlar að auknu upplýsingaflæði og samvinnu við foreldra.
 • Stýrir álagi iðkenda félagsins.

Menntun og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun og/eða menntun sem nýtist í starfi.
 • Þekking og reynsla af íþróttastarfi.
 • Reynsla af stjórnun.
 • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
 • Færni í mannlegum samskiptum, samskiptahæfni og samstarfsvilji.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta, í töluðu og rituðu máli.
 • Haldgóð tölvukunnátta.

 

Umsókn skal fylgja greinargóð ferilskrá umsækjanda og kynningarbréf.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hörður Orri Grettisson framkvæmdastjóri ÍBV, hordur@ibv.is.

Umsóknarfrestur er til  26. júlí 2019.

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.  Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. 

Umsóknum má skila rafrænt á netfangið hordur@ibv.is.