30. TM Mótinu lokið

16.jún.2019  14:21

Í gær lauk 30. TM Mótinu eftir þrjá frábæra keppnisdaga. Við fundum strax á fyrsta fararstjórafundi að fólk var komið til Eyja með jákvætt og gott hugarfar, veðrið lék við okkur og hinar ýmsu uppákomur fór vel í gestina. Á fimmtudeginum fengum við góða gesti þegar Forseti Íslands og Þýskalands ásamt þeim Ásgeiri Sigurvinssyni og Heimi Hallgrímssyni kíktu í heimsókn. Á föstudaginn var afmæliskaka og komu Guðni Bergsson, Arnar Þór Viðarsson ásamt Íris Róbertsdóttir og héldu upp á 30. mótið með okkur. Brekkusöngurinn sem átti að vera inni íþróttahúsi um kvöldið var færður út í blíðuna og myndaðist góð stemmning í stúkunni. Í gær laugardag fóru svo úrslitaleikirnir fram þar sem Stjarnan varð TM Mótsmeistari. ÍBV átti flotta fulltrúa í landsleiknum, þær Bernódíu Sif Sigurðardóttur og Birnu Maríu Unnarsdóttur en Bernódía var einnig valin í TM Mótsliðið.

Mótsgestir voru ánægðir með hvað mótið var skemmtilegt og vel skipulagt, flottir veitingastaðir og þjónusta almennt og ekki má gleyma að þeim fannst Eyjamenn einstaklega gestrisnir.

Við hjá ÍBV viljum þakka öllum þeim sem komu að mótinu og Eyjamönnum öllum fyrir hjálpina og að taka vel á móti gestunum okkar. Án ykkar væri erfitt að standa fyrir viðburðum sem þessum.

Fleiri fréttir og myndir af mótinu er hægt að sjá á heimasíðu mótsins tmmotid.is