Clara í lokahóp U-17 hjá KSÍ

08.mar.2019  10:48

Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari U-17 ára landsliðs kvenna valdi í dag lokahóp sinn sem heldur til Ítalíu 19.mars til þáttöku í milliriðli evrópumóts landsliða.  Ásamt Íslandi eru í riðlinum Ítalía, Danmörk og Slóvenía.  
Það verður nóg að gera hjá Clöru þennan mánuð en um leið og hún kemur heim frá Ítalíu heldur hún með knattspyrnuliði ÍBV í æfingaferð til Spánar.  

ÍBV óskar Clöru innilega til hamingju með þennan frábæra árangur