Fótbolti - Felix Örn og Sigurður Arnar á æfingar með U-21

08.feb.2019  09:02

Þeir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsþjálfarar U-21 í knattspyrnu hafa valið þá Felix Örn Friðriksson og Sigurð Arnar Magnússon á æfingar sem fram fara 16. og 17. febrúar nk.

Felix Örn kom aftur til ÍBV í desember eftir að hafa verið á láni hjá danska félaginu Velje en Sigurður Arnar átti mjög gott tímabil með meistaraflokki síðasta sumar. 

ÍBV óskar þessum efnilegu peyjum innilega til hamingju með árangurinn.