Fótbolti - ÍBV semur við Markmann!

14.nóv.2018  17:58

ÍBV hefur samið við Rafael Veloso til tveggja ára, Rafael er 25 ára markmaður frá Portúgal. Hann ólst upp í Sporting akademíunni, og á að baki 23 leiki með yngri landsliðum Portúgal. Við erum spennt fyrir komandi tímabili og er Rafael mikill styrkur fyrir lið ÍBV.

Við óskum Rafel og stuðningsmönnum ÍBV til hamingju með samninginn.