Sigurður Arnar og Felix í lokahóp U-21

05.okt.2018  13:18

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari Íslands U-21 valdi í morgun lokahóp fyrir leiki í undankeppni EM 2019 gegn N.Írlandi og Spáni.
Báðir leikirnir verða leiknir á Fylkisvelli.
Eyjólfur valdi tvo leikmenn ÍBV, þá Felix Örn Friðriksson og Sigurð Arnar Magnússon.
Felix leikur þessa stundina með Vejle í Dönsku úrvalsdeildinni og Sigurður Arnar hefur nýlokið leik í Úrvalsdeildinni með ÍBV þar sem Sigurður Arnar átti frábært leiktímabil.

ÍBV óskar þessum efnilegu peyjum innilega til hamingju með þennan árangur