Arnór í lokahóp U-17 HSÍ

01.okt.2018  13:18


Maksim Akbachev, þjálfari U-17 ára landsliðs karla hefur valið 16 manna hóp fyrir 4 landa mót í Frakklandi 24. - 28. október.
Maksim valdi Arnór Viðarsson leikmann ÍBV í hópinn en Arnór hefur um árabil verið einn öflugasti leikmaður landsins í þessum aldursflokki.

ÍBV óskar Arnóri innilega til hamingju með þennan árangur