Cloe áfram hjá ÍBV

30.sep.2018  15:37

Nú er ljóst að Cloe Lacasse mun leika áfram með ÍBV á næsta leiktímabili en samningur þess efnis var undirritaður nú fyrir stundu á Veitingastaðnum Einsi kaldi.
Mörg lið óskuðu eftir kröftum Cloe en hún ákvað að leika áfram með ÍBV eins og hún hefur gert allar götur síðan hún kom til Íslands.
Á lokahófi ÍBV í gær var Cloe útnefnd besti leikmaður liðsins annað árið í röð ásamt því að vera markahæst.

ÍBV óskar Cloe og öllum stuðningsmönnum félagsins til hamingju með áframhaldandi samstarf.

ÁFRAM ÍBV