Margir leikmenn ÍBV á æfingar hjá HSÍ

24.sep.2018  13:35

Rakel Dögg Bragadóttir og Sigurjón F. Björnsson, þjálfarar U-17 ára landsliðs kvenna hafa valið 23 manna hóp til æfinga 28. – 30. september.
Þau Rakel og Sigurjón völdu fjóra leikmenn ÍBV í hópinn sem eru þær,
Andrea Gunnlaugs, Bríet ómarsd, Harpa Valey Gylfad og Linda Björk Brynjars.


Einar Guðmundsson og Díana Guðjónsdóttir, þjálfarar U-15 ára landsliðs kvenna hafa valið 25 manna hóp til æfinga 28. – 30. september.
Þau Einar og Díana völdu fimm leikmenn ÍBV í hóp sinn sem eru þær,
Elísa Elíasar, Helena Jóns, Rakel Oddný Guðmunds, Thelma Sól Óðins og Þóra Björg Stefáns.


Einar Guðmundsson, þjálfari U-15 ára landsliðs karla hefur valið 26 manna hóp til æfinga 28. – 30. september.
Einar valdi Elmar Erlingsson frá ÍBV í hópinn.

Auk þess að æfa munu hóparnir mæta á fyrirlestra í Háskólanum í Reykjavík, fyrirlestrarnir kallast Afreksmaður framtíðarinnar og eru hluti af samstarfi HSÍ og HR.

ÍBV óskar þessum efnilegu handboltakrökkum innilega til hamingju með þennan árangur