Sigurður Arnar kallaður inní hópinn hjá U-21

04.sep.2018  08:27

Eyj­ólf­ur Sverris­son, þjálf­ari U21 árs karla­landsliðsins í knatt­spyrnu, hef­ur gert eina breyt­ingu á leik­manna­hópn­um fyr­ir leik­ina á móti Eistlandi og Slóvakíu.

Varn­ar­maður­inn Sig­urður Arn­ar Magnús­son úr ÍBV hef­ur verið kallaður inn í hóp­inn í stað KA-manns­ins Ásgeirs Sig­ur­geirs­son­ar sem meidd­ist illa í leik KA gegn Val í Pepsi-deild­inni í gær. Sig­urður Arn­ar er nýliði en hann hef­ur átt góðu gengi að fagna með Eyja­mönn­um í sum­ar. Hann hef­ur komið við sögu í 17 leikj­um liðsins í deild­inni og skorað í þeim þrjú mörk.

Ísland mæt­ir Eistlandi á Kópa­vogs­vell­in­um á fimmtu­dag­inn og leik­ur gegn Slóvakíu á Al­vo­genvell­in­um á þriðju­dag­inn í næstu viku.

ÍBV óskar Sigurði innilega til hamingju með þennan árangur