Fótbolti - Evrópuslagur á Alvogenvelli, KR-ÍBV

23.ágú.2018  08:17

Á sunnudaginn 26. ágúst fer fram stórleikur KR og ÍBV í 18. umferð Pepsi-deildarinnar.

ÍBV er sem stendur í 8. sæti deildarinnar en getur með sigri á sunnudaginn, komist 2 stigum frá 4. sætinu, þegar fjórir leikir verða þá eftir af íslandsmótinu. í 20 umferð mætast FH og KR sem verða þá með 27 stig hvort og getur ÍBV því átt möguleika á að sigla fram úr þessum félögum og tryggja félaginu Evrópusæti að ári.

Öllu verður til tjaldað og hefur VSV tekið að leigu rútur til að bjóða öllum bæjarbúum og stuðningsmönnum frítt far á völlinn á sunnudaginn. Farið verður með 11:00 ferð Herjólfs úr Eyjum og komið heim aftur með 19:45 ferð Herjólfs til Eyja. 
Skráning er í fullum gangi hér og borgar sig að skrá sig sem allra fyrst.

Mætum með Eyjageðveikina að vopni og sækjum þessi mikilvægu stig heim til Eyja.

KOMUM FAGNANDI
Áfram ÍBV!