Fótbolti - Pallapartý, klukkutíma fyrir ÍBV - KEF á laugardaginn

17.ágú.2018  10:40

Á laugardaginn verður leikur ÍBV og Keflavíkur á Hásteinsvelli kl 16:00

FRÍTT verður á leikinn í boði Ísfélags Vestmannaeyja. 

ÍBV ætlar svo að bjóða uppá pylsur og svala fyrir krakkana á pallinum bakvið Týsheimilið. Palli formaður deildarinnar á grillinu með yfirgrillaranum Guðmundi Inga. Kaldur í boði fyrir alla sem mæta í ÍBV treyju (ekki fyrir leikmenn) eða með bakhjarlakort (stuðningsmannakort).

Pallapartýið byrjar klukkustund fyrir leik, sem sagt kl 15:00

Muna eftir að hafa brillurnar með á völlinn og góða skapið.
Við mætum til að hafa gaman og styðja okkar menn að fullum hug.
ÁFRAM ÍBV!