Fótbolti - Evrópuleikur á Hásteinsvelli, fimmtudag

10.júl.2018  11:46

Fimmtudaginn 12. júlí mætir ÍBV Norksa úrvalsdeildarfélaginu Sarpsborg.
Leikurinn er 45 leikur ÍBV í evrópukeppnum UEFA en sá fyrsti sem Sarpsborg spilar.
Búist er við vel yfir 100 stuðningsmönnum frá Noregi á leikinn og ljóst að þeir eru ekki aðeins komnir til að horfa á sína menn. 
ÍBV hefur verið að slípast vel saman í undanförnum leikjum, 4 stig í seinustu tveimur leikjum gefur góð fyrirheit og ljóst að liðið getur unnið hvaða lið sem er á góðum degi.
Stuðningurinn skiptir hins vegar gríðarlegu máli og hefur verið stigvaxandi í sumar. Nú skiptir máli að gera enn betur.

Forsala miða fer fram í Axeló og Skýlinu.
Verð í forsölu er 2000kr.
Verð fyrir 12 ára og yngri er 1000kr.
Á leikdegi er verð 2500kr við hlið. 

Skv. reglum UEFA er skylda að allir sitji eða standi við sæti og því aðeins takmarkað upplag miða í boði.
Afslættir, bakhjarlarkort og árskort gilda ekki á leiki í evrópu eða bikarkeppnum.

 Mætum snemma og byggjum upp góða stemmingu. 
Leikurinn er kl 18:00 á fimmtudag.
Vöndum orðbragðið, verum jákvæð og styðjum okkar menn áfram til sigurs.

Áfram ÍBV